Hárrétt ákvörðun

Verð að óska Íslendingum til hamingju með þessa ákvörðun forsetans.

Þetta ömurlega kreppuástand er búið að standa í meira en ár og einhvern veginn hefur tilfinningin verið að ekkert sé að gerast, ekkert verið að gera og landsmenn verði bara að taka klúðrið á sig án útskýringa. Samningunum einhvernveginn klúðrað saman og verið að leka gögnum í Alþingi á síðasta degi og alls ekki allt komið fram og samt á að kjósa um Icesave málið og hamra það í gegn.

Allt þetta skítamál og önnur sem viðkoma bankahruninu hulið einhverjum dulúðarhjúp og skilaboðin eru bara að við eigum að borga og þegja og alls ekki kvarta - hvað þá að spyrja!!!

Íslendingar eru að taka á sig skattahækkanir, kaupmáttarskerðingar, kjararýrnanir og almennt boðið upp á versnandi lífskjör og verri til næstu áratuga. Landinn átti að taka við kreppunni og hruninu og láta sig bara hafa það eins og frosnu kjötlausu beini sem hent er í réttlausann útigangshund sem liggur úti í frostinu.

Nú gefst allavega tækifæri á að kjósa um málið og fá það fyrir dóm. Ef við Íslendingar verðum dæmdir til að borga þá gerum við það.

Ég segi fyrir mig að nú finnst mér hafa kviknað ljós í myrkrinu og nú sé að þokast í rétta átt.

Þakka þér fyrir herra forseti - þetta var gott hjá þér.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband