Mikið ofboðslega hlýtur hann að vera leiðinlegur maður!

Mér varð eiginlega um og ó við að lesa þessa frétt og fór að hugsa um það hvað þessi maður og hans vinir hljóta að vera óendanlega leiðinlegt fólk. Ég fæ einhvernveginn ekki skilið af hverju hann man 22.544 aukastafi en ekki 1 staf í viðbót og þar af leiðandi 22.545 aukastafi. Það hlýtur að vera óskaplega frústrerandi fyrir hann að geta ekki munað 1 aukastaf í viðbót - bara einn sem gæti t.d. verið talan 5 en hana geta allir munað.

Það hlýtur líka að vera mjög hundleiðinlegt að vera nálægt þessum manni þegar hann æfir sig í að þylja upp rununa með aukastöfunum 22.544. Hann situr kannski kvöldstund og þylur upp aukastafi en ruglast svo þegar hann er kominn í t.d. 18.327 og þarf að byrja upp á nýtt. Einhver þarf að sitja yfir honum og fylgjast með að talnaromsan sé rétt. Þegar hann svo er kominn í 22.544 aukastafi þá er honum öllu lokið og man ekki stafkrók í viðbót.

Yfirlestrarvinurinn hlýtur að hafa einstaklega lítið við að vera og það getur ekki verið annað en leiðinlegt að fylgjast með þessum kumpanum við að þylja upp þessa aumu 22.544 aukastafi.

Mark: Hej Jens. Nu skal vi prove igen hvis jeg kan huske 22.544 taler.
Jens: Javel Mark, det skal vi göre.
Mark: 3,142857...............
Mark (3 klst síðar og 21.475 aukastöfum): ............5
Jens: Nej for helvete Mark, ikke 5 det er 7. Start igjen.

 


mbl.is Man pí með 22.544 aukastöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann á greinilega ekkert líf.

Egill Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:54

2 identicon

Satt segir þú ... það er eiginlega merkilegra að strákurinn skuli ekki muna einn tölustaf í viðbót við alla hina 22.544 sem hann segist geta þulið upp. Hvað ef hann byrjaði á tölustaf númer 22.545 ... þyrfti hann þá fyrst að þurrka út úr minninu alla hina stafina til að geta munað næstu 22.543 stafi?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Baldur Blöndal

Hvað hefur hann gert til að verðskulda svona athugasemdir?

Einhver stærðfræðinemi hefur ákveðinn hæfileika og fólk sem hefur aldrei kynnst honum er með aðfinnslur við hann? Hegðun ykkar er ómerkileg.

Baldur Blöndal, 18.2.2010 kl. 13:14

4 identicon

Þetta er nú saklaust grín Baldur, róa sig aðeins í tilfinningavæmninni.

Ólafur Kári (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 13:23

5 identicon

 Sammála seinsta ræðumanni , en fyrir utan það er  svarið við spurningunni um "The life, universe and everything"  er "in the pi", eins og allir ættu að vita núorðið ef þeir lesa eitthvað af viti,  og eins er til  fullt af fólki með allskonar pí dillur þarna úti, í uppáhaldi hjá mér er í augnablikinu CIA-samsærið um að sannfæra fólk um að  pí sé nákvæmlega 3 ( þá yrðu allir aukastafir = 0, og jörðin flöt). En ég las nú reyndar greinina í BT sem , mogginn vitnar í og þótti pínulítið merkilegt hvernig gaurinn upplifir aukastafina, í 16 stafa bútum ,sem hafa eittgvað tilfinninga eða minnisgildi fyrir hann.

Bjössi (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:44

6 identicon

þetta er náttúrulega misnotkun á konum að láta dreng fá heiðurinn af svona talna upptalningu og þ.a.l þessu evrópumeti.

Afhverju er ekki stúlka fengin til að slá þetta evrópumet?

Konur eru mun fjölmennari í háskólum en karlmenn og ættu því að veljast í þetta verk frekar en karlmaður.

En það er því miður alveg klárt mál að feðraveldishugsjónin ræður enn ríkjum og því þarf að breyta.

Feministi (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 23:33

7 identicon

Ég held nú ð þess gæji sé ekkert valinn sérstaklega til þess að gera þetta... það er væntanlega bara engin stelpa sem hefur lagt á sig að læra þessa aukastafi.

Ég ætla allavega rétt að vona að það verði enginn sem bendi á mig og segi: "Þú hefur verið valinn til þess að læra 22.555 aukastafi af pí... better get crackin.."

hmm (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 09:31

8 identicon

Ég man útkomuna úr jöfnunni 5/9 með 22.545 aukastöfum hið minnsta. Man einnig útkomu margra fleiri sambærlegra jafna.

Georg (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 13:09

9 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Almenna brotið 5/9 hefur af öllum líkindum óendanlega marga aukastafi, þ.e. 0,55555555555555... Ekkert bendir til þess að einhver önnur tala komi nokkurn tíma eða að hún endi allt í einu.

Raunar held ég að það séu frekar fá brot sem hafa endanlega marga aukastafi (t.d. 1/2 = 0,5 og 7/8 = 0,875 o.fl.) miðað við þau sem eru endalaus, samt eru óendanlega mörg brot í báðum flokkum vegna þess að það eru náttúrulega til óendanlega háar tölur.

Pí greinir sig frá öðrum endalausum tölum vegna þess að engin regla er á aukastöfunum, þ.e.a.s. þeir er ekki sama talan (t.d. 1/3 = 0,33333...) eða runan (t.d. 5/7 = 0,714285-714285-714285-7...) endurtekin óendanlega oft.

Ég er samt bara menntaskólanörd svo ég vill ekki ábyrgjast neitt sem ég segi.

Nú þegar ég les ummælin þín aftur þá dettur mér í hug að kannski varstu að grínast með það að þú vissir þetta ;)

En ég sendi þetta samt inn víst ég er búinn að skrifa þetta.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 19.2.2010 kl. 15:47

10 Smámynd: Jón Arnar

Hann var hér í skemmtiþætti á DR1 fyrr í kvöld og virkaði sem hann væri bara dagfarsprúður og venjulegur ungur maður - þannig að svona stælarýni í grámygluðum á ekkert við rök að styðjast

Jón Arnar, 19.2.2010 kl. 21:42

11 Smámynd: Hörður Einarsson

Man ekki neitt af þessum aukastöfum, en ef um nákvæman útreikning er að ræða og ekki með tölvu með pí takka á, þá bara 22/7 sem er Pí.

Hörður Einarsson, 19.2.2010 kl. 22:26

12 identicon

Mikið held eg að Halldor Kvaran hljoti að vera leiðinlegur gaur. Næstum eins leiðinlegur og eg!!!! Hann hefur ekkert betra að gera en að setja ut a gaura sem hann þekkir ekkert, alveg eins og eg nuna. Dæmalaust!

Egill (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 01:13

13 identicon

Óttaleg er nú þetta vanhugsað nöldur hjá þér, mér finnst þú eiginlega vera hálf leiðinlegar í dag Halldór minn. Og því skyldi maðurinn endilega verða að vera leiðinlegur, þótt hann hafi náð þessum frábæra árangri. Vissulega er til fullt af mönnum, sem geta munað svona talnaröð, en geta enga skýringu gefið á því hvernig þeir fara að því. Ég sá upptöku af ungum pilti í menntaskóla í Bandaríkjunum, sem gat farið upp í rúma sex þúsund stafi. Hann var að reyna að slá nýtt met á svokölluðum Pii degi, sem er árviss atburður í mjög mörgum menntaskólum í Bandaríkjunum. En runan gekk eins og síbylja svo hratt frá honum að enginn maður gat fylgst með hvort rétt væri eða rangt. Það varð því að taka hann upp á segulband, og spila það síðan á einum þriðja af venjulegum hraða. - Útkoman var hárrétt. - En þegar hann var spurður hvernig ferðu að þessu ? Var svarið einfalt. Ég veit það ekki.

Daniel Tammet, sem kom til Íslands og lærði Íslensku á viku.

Íslenska sjónvarpið sýndi part af því þegar hann setti Breska Evrópu metið 14. Mars 2004. 22.514 aukastafi í Pii. Hann sér tölustafi m.a. í litum. (Born on a Blue day)

Þessi hugmynd þín að viðkomandi þurfi einhvern meðlestrar mann, til að ganga úr skugga um hvort árangurinn sé rettur. Er algjör miskilningur. Þú t.d. þarft engan hlustanda, til að fylgjast með því hvort þú gleymir einu orði úr Faðirvorinu. - Þú veist hvort þú slepptir því eða ekki.- Svo einfalt er það. Og líka það að þú þurfir að byrja uppá nýtt, þó þú hafir gleymt brauðinu, í “gef oss í dag” Nei þú bara stoppar og bætir brauðinu í og heldur áfram.

Líttu bara til baka. Áður þurftir þú ekki að muna nema fimm stafa símanúmer, og aðeins þriggja stafa ef þú bjóst úti á landi. Með tækninni fóru þau að lengjast. Nú þarftu lágmark að muna sjö stafa númer. Og ég efa ekki, að eins skemmtilegur maður og þú ert, þá getur þú auðveldlega lagt á minnið tólf til þrettán stafa erlent símanúmer. Ef þú þarft á því að halda. Eða fjórum sinnum lengra heldur en þú þurftir að muna áður, þegar þú áttir heima í sveitinni. Og úr því að þú getur munað þrettán stafa númer. þá ferðu létt með það að tvöfalda það. Reyndu og þú verður undrandi á hæfileikum þínum. Á fjórum dögum leikur þú þér að því læra 100 stafa runu. Þú heldur að þetta sé einskis vert. Það er mikill miskilningur. Þú ert nefnilega að virkja agnarlítinn part af þeim milljörðum hæfileika, sem heili þinn býr yfir, - sem þú notar ekkert dagsdaglega, - sem þessvegna rétt eins og vöðvar sem ekki eru notaðir visna,- þá visnar og hrörna þessar heilastöðvar vegna notkunarleysis. Ég ræð þér heilt. Drífðu þig áður en það verður of seint. Fyrir nú utan það að þessi æfing er besta og heilsusamlegasta svefnmeðal sem til er. Og sannaðu til þú verður síst af öllu leiðinlegur þó þú gerir þetta. Vegna þess að það veit enginn af því nema þú sjálfur. Þú verður nefnilega mikið skemmtilegri. Vegna þess að þá hættir þú svona hvatvíslegum dómum um mál sem þú þekkir ekki neitt. Talaðu við mig þegar þú er búinn að ná fyrsta þúsundinu.

Japaninn Tomoyori,Hideaki átti heimsmetið til 1995 40.000 stafi

Japaninn Goto,Hiroyuki átti heimsmetið frá 1995 til 2006 42.195 stafi

Indverjinn Chahal,Krishan átti heimsmetið frá 2006 42.195 stafi

Síðasta heimsmetið á Kinverskur maður, Lu,Chao 67.890 stafi

Tók hann 24 klukkustundir og fjórar mínútur

Sammála þér Jón Arnar. Flott hjá þér.

Jón Aðalbjörn Bjarnason (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 04:09

14 identicon

Talandi um að eiga ekkert líf. Er svona blogg virkilega merkilegara en að skerpa minnið á furðulegann hátt? Við erum skrítinn!

ullarinn (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 07:41

15 identicon

Sæll Hlöðver

Það er að vísu ekki rétt að það sé ekki til regla fyrir aukastöfunum á pí.

Það er hægt að nálga pí með röðinni

-(-1)^n*(4/(2n-1)) þegar n = 1 til óendanlegt

m.ö.o.

pi = 4 - (4/3) + (4/5) - (4/7) + (4/9) - (4/11) .....

þar sem deilt er með oddatölunum 1,3,5,7 o.s.frv og haft + og - til skiptist upp í óendanelgt.

Á svipaðan hátt má svo reikna út e með einfaldri taylorröð eða röðinni (-1)^n*(1/n!) þegar n = 0 til óendanlegt.

Þó að þetta séu óræðar tölur þá þýðir það ekki að ekki sé til regla fyrir þær

pi-man (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 05:26

16 identicon

Hei pi-man, ég held nú eiginlega að Hlöðver hafi átt við að það er ekki hægt að finna neina reglu fyrir dreifingu á talnagildum  eða tiðni einstakra  aukastafa (eða hlutstubba ) í  aukastafarununni, frekar  en að hann hafi verið að tala um reiknireglu fyrir gildið, það má sennilega nota aukastafarununa eins og slembirunu , til að velja handahófstölur úr. 

En hér er svo bráðskemmtilegur linkur fyrir fólk alvöruáhuga á pí : http://www.angio.net/pi/piquery.

Bjössi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband