Góð niðurstaða

Nú getum við andar léttar þar sem niðurstaða er fengin og það góð niðurstaða - engin jarðgöng til Vestmannaeyja. Að sjálfsögðu eiga Vestmannaeyingar rétt á að samgöngur séu í góðu lagi og ég held að það finnist betri lausnir ef Árni Johnsen komi þar ekki nærri.

Það var aumkunarvert að lesa grein Árna Johnsen í Mogganum í morgun þar sem hann var að reyna að kasta rýrð á niðurstöðurnar með því að segja að þeir sem unnu skýrsluna séu og hafi um árabil verið aðhlátursefni sökum kunnáttuleysis og ófaglegra vinnubragða (áskil mér rétt til að muna þessa tilvitnun rangt). Þetta eru léleg rök. Sá hlær best sem síðast hlær.

 


mbl.is Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Árni er ekkert einn um það að reyna að selja hugmyndir með draumórakenndum lágum fjárhagsáætlunum. Þetta hafa margir leikið og síðan þegar verkið er hafið þá verður ekki hætt þó svo að kostnaðurinn reynist margfalt hærri en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.

Grímur Kjartansson, 27.7.2007 kl. 16:04

2 Smámynd: Jahá

Framkoma Árna kemur mér ekkert á óvart.  Hann sýnir bara enn og aftur að hann eigi ekki heima í stjórnmálum. 

Jahá, 27.7.2007 kl. 16:06

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ég er sáttur við niðurstöðuna, en Árni hefur sínar skoðanir á þessu máli, þó þær endurspegli ekki endilega skoðanir Eyjamanna nema að hluta til. 

Ferjulægi við bakkafjöru er góður kostur fyrir okkur Eyjamenn, "að mínu mati."

Grétar Ómarsson, 27.7.2007 kl. 17:11

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Held að Árni ætti nú ekki að vera gaspra mikið um aðhlátursefni, held að vandfundið sé fólk sem hlegið hefur verið meira að á Íslandi á seinni árum en einmitt að honum og hans gloríum.

Georg P Sveinbjörnsson, 27.7.2007 kl. 19:20

5 Smámynd: Halldór Kvaran

Slagorðið hefði átt að vera: Árna í herinn og herinn burt!

Halldór Kvaran, 29.7.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband