Listasnobb!

Oft hefur mér fundist listasnobbið vera á ystu mörkum og þetta heimskulega mál bendir til hins sama. Mönnum þótti verkið svakalega fínt og það var hátt verðlagt þar til.....

Nú þegar í ljós er komið að það er málað af öðrum þá er það ekki fínt lengur og kostar ekki neitt. Verða ekki allir nú að breyta fyrri skoðunum og yfirlýsingum um ágæti verksins? Áður var þetta tær snilld en nú er þetta einskinsnýtt drasl. Er þessi málari betri eða verri en Van Gogh?

Atriði:
Hvernig finnst þér þessi mynd?
Mér finnst hún allt í lagi, ekkert spes.
Van Gogh málaði hana.
Nú er það? Ég sé það núna að hún er frábær, algjört meistaraverk. Sérðu hversu fallegar pensilstrokurnar eru. Ég er alveg orðlaus.

Atriði:
Hvernig finnst þér þessi mynd eftir Van Gogh?
Hún er frábær, algjört meistaraverk. Sérðu hversu fallegar pensilstrokurnar eru. Ég er alveg orðlaus.
Heyrðu, ég sé það hérna að hún er víst ekki eftir Van Gogh heldur Jóa Jóns.
Núú, þetta er nú ekkert spes mynd, bara svona allt í lagi pár.

Er þetta ekki svolítið eins og í sögunni um nýju fötin keisarans? Þurfa listamenn að vera orðnir nafn til að listin sé metin sé metin eftir verkinu en ekki nafni viðkomandi?


mbl.is Málverk reyndist ekki vera eftir Van Gogh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband