Sandsílið lifi!

Oft hef ég flett í gegnum dagblöðin og reynt að finna góðar fréttir en þær eru fáar.

Mest er um slys, stríð, bruna, barsmíðar, nauðganir (og aðrar fréttir af lögbrjótum og örlögum þeirra), flóð, hamfarir aðrar, sjúkdóma og önnur skakkaföll sem við verðum fyrir. Í einhverjum tilfellum væri hægt að segja að fyrir einhvern væru þetta góðar fréttir. Svona fréttir selja blöð og hreyfa við þjóðfélaginu. Fólk getur rætt þessi mál og haft skoðanir.

Ef einhver vinnur stórt í happdrætti einhversstaðar í heiminum þá nær það í blöðin. Ef einhver nennir að labba kringum landið og safna pening fyrir eitthvað málefni þá nær þetta líka í blöðin ef viðkomandi er hæfilega fatlaður. Harry Potter er frétt (góð eða slæm). Nú kraumar Faxaflóinn af sandsíli og líklega er þetta góð frétt (eða slæm ef sandsílið étur eitthvert annað kvikyndi út á gaddinn) og mun stórauka lestur og sölu dagblaða.

Yfirlýsing: Ég vil fá fleiri góðar fréttir í blöðin.


mbl.is Yfirborðið í Faxaflóa kraumar af sandsíli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband