Einföld lausn við þessu

Menn geta haldið áfram að býsnast yfir þessum ofsaakstri og því að þetta sé hættulegt. Lausnin er ekki sú að færa viðkomandi á lögreglustöðina, svipta ökuréttindum til bráðabirgða og að senda þeim svo sektina í pósti.

Lausnin er að viðkomandi fari samstundis beint í steininn og fái að minnsta kosti 30 daga dóm, fái auk þess sekt og sé gert að taka bílprófið aftur. Ef menn vita að þetta séu viðurlögin þá held ég að bensínfóturinn léttist töluvert.

Einhverjir kunna að halda því fram að ef þetta séu viðurlögin þá muni menn reyna að stinga lögguna af. Það kann vel að vera rétt en í flestum tilfellum nær löggan þeim eða þá að þeir drepa sig eða stórslasa við að reyna að  sleppa. Við að reyna að stinga lögguna af bætast við 30 dagar í steininum.

Sömu viðurlög ættu að gilda um ölvunarakstur. Ég held að fólk muni hugsa sig vandlega um ef viðurlögin væru þetta harkaleg.


mbl.is Tekinn á 179 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

"Lausnin er að viðkomandi fari samstundis beint í steininn og fái að minnsta kosti 30 daga dóm, fái auk þess sekt og sé gert að taka bílprófið aftur. Ef menn vita að þetta séu viðurlögin þá held ég að bensínfóturinn léttist töluvert."

já eða þyngjast enn meira til þess að stinga lögguna af, málið er það að þyngri sektir, svo að ég tali nú ekki að eiga hættu á því að bíllinn/hjólið sé gert upptækt eykur alltaf hættuna á því að þeir sem að eru að keyra svona hratt gefi bara enn meira í og reyni að stinga af

Árni Sigurður Pétursson, 27.7.2007 kl. 10:15

2 identicon

Við það að fólk fari að reyna að stinga af eykst ekki bara hættan á að fólk drepi sig heldur

gætu viðkomandi keyrt á annað fólk í umferðinni í hamagangnum við að reyna að stinga af

sem endar oft inní íbúðarhverfum.

Það er ekki til einföld lausn við þessu.

Það vantar svæði þar sem menn geta fengið smá útrás eins og t.d á Nürburgring þar sem

menn geta svalað hraðaþörfinni.

Friðrik Daníelsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Halldór Kvaran

Sammál því að auðvitað er það hættulegt ef fólk er að stinga lögguna af og er á ofsahraða inni í íbúðarhverfum. Viðurlögin gætu þá farið að verða einhverra ára dvöl í steininum.

Hitt er svo allt annað mál með aksturssvæði þar sem menn og konur geta svalað hraðaþörfinni - slík lausn er bráðnauðsynleg. Þessi lausn er ekki bara nauðsynleg fyrir þá sem vilja aka hratt heldur líka fyrir þá sem eru í ökunámi. Það ætti að vera liður í ökunáminu að fara í gegnum braut þar sem viðkomandi nemi þarf að æfa akstur og viðbrögð við sem flestar hugsanlegar aðstæður. Hvaða vit er í því að krakkar sem koma ný út í umferðina eftir að hafa verið í ökutímum hafi aldrei prófað að aka í bleytu og hálku. Þeir sem hafa verið við nám þetta sumarið hafa bara prófað að aka á þurrum götum við bestu aðstæður (ekki rignt í allt sumar að undanskildum síðustu 10 dögum eða svo). Þessir krakkar þekkja umferðarmerkin en kunna ekkert að keyra við mismunandi aðstæður og eru svo kannski teknir á 170 km hraða nokkrum dögum eftir að þau fá skírteinið.

Halldór Kvaran, 27.7.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband