Eyrnarmerkja allar IceSave skattahækkanir og taka af síðar.

Það virðast engin takmörk fyrir því hversu mikið á að skattleggja Íslendinga til að standa undir tekjuþörf ríkisins. Mottóið er "Íslendinga fyrir ríkið" en ætti að vera "ríkið fyrir Íslendinga". Það virðist sem það nægi að koma með nýja hugmynd eða orðskrípi að skattlagningu og þá fari hún í gegn. Búið er að hækka skatta, virðisaukaskatt, ólíu og bensín o.s.frv. o.s.frv.

Ég vil að allir skattar sem settir eru á í nafni IceSave verði eyrnamerktir IceSave og þeir verði teknir af síðar þegar búið er að ganga frá þessu ófremdarmáli. Í raun ætti að mótmæla því að verið sé að hækka hina og þessa skatta heldur ætti að setja á einn ákveðinn IceSave skatt sem ætlað er að borga upp þetta klúður. Þetta gæti t.d. verið árleg föst greiðsla pr. einstakling og til viðbótar kæmi sérstakur launatengdur greiðsluauki. Ef þessi "hækka alla skatta og allar álögur" aðferð er notuð þá sitjum við uppi með þessa skatta til eilífðar.

Við eigum svo von á enn frekari skattahækkunum og með sama framhaldi verður væntanlega farið að úthluta skömmtunarmiðum. Ísland verður alvöru kommúnistaríki þar sem landsmenn fá útborgaða skömmtunarmiða en allir peningar fara beint til ríkisins.

 


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband