25.7.2007 | 12:30
Erum við að missa okkur í ruglinu?
Þetta er nú meira ruglið að vera að hugsa um og eyða peningum í að skoða möguleikann jarðgöngum til Vestmannaeyja. Hriplekt berg, loftræstivandamál o.fl. o.fl fyrir utan það að talað er um að kostnaðurinn sé kr. 80,000,000,000 (80 milljarðar) sem er kostnaður uppá kr. 267,000 á hvern Íslending eða kr. 16,000,000 (16 milljónir) á hvern íbúa (5000 manns) í Vestmannaeyjum. Ef allar byggðir á Íslandi fengju sömu fyrirgreiðslu þá ættu t.d. íbúar í Hrísey (524 manns) rétt á kr. 8,384,000,000 (tæpir 8,4 milljarðar) til samgöngumála.
Vestmannaeyjar eru og verða eyjar og því að búa á eyju fylgja kostir og gallar. Einn af "göllunum" við að búa á eyju er að viðkomandi þarf að skipuleggja ferðir sínar til og frá eyjunni og þar af leiðandi að taka mið af því að skipa- og flugferðir séu á ákveðnum tímum. Það er ótrúleg þessi rörsýn á að jarðgöng til Eyja séu það sem koma skal og allt annað séu bráðabirgðaráðstafanir.
Fólki er heimilt að hafa aðrar skoðanir á þessu mín vegna.
Bakkafjara kann að vera millileikur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þvílíkir pisshausar...
Páll Ingi Kvaran, 25.7.2007 kl. 13:03
Skoðanakönnun á þessari síðu um jarðgöng og samgöngubætur :
http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.7.2007 kl. 13:28
Skemmtilegt að setja þetta í samhengi við íbúafjölda Hríseyjar. Taka mætti þessa umræðu jafnvel einu skrefi lengra...
Það eru ekki bara Vestmanneyingar, Grímseyingar og starfsfólk Viðeyjarstofu sem búa við ótryggar samgöngur milli ... Við Íslendingar, ca. 300.000 stk. búum jú öll á eyju. Ísland sjálft er nefnilega eyja og því fylgja, eins og þú réttilega bendir á Halldór, ákveðnir gallar hvað varðar samgöngur.
Skoðum lítið reikningsdæmi: Ef að við reiknum með að setja 16m kr. á hvern íbúa til jarðgangnagerðar líkt og dæmið hér að ofan gerir ráð fyrir myndum Íslendingar í heild sinni geta eytt 4800 milljörðum króna í þetta sérstaka áhugamál frænda okkar og vina í Færeyjum. Mv. 2.3 milljarða kosnað við hvern km. skv. VST gætum við lagt tæplega 2100km löng göng... og þá finnst mér liggja beinast við að leysa samgönguvandamál okkar í eitt skiptið fyrir öll og leggja göng til meginlands Evrópu. Vegalengdin, sjóleiðina, frá Seyðisfirði til Dunnet Bay í Skotlandi aðeins um 1400km. Og það með viðkomu í Færeyjum!
Kosnaðurinn við þessi göng væri því ekki nema ca. 3200 milljörðar og þá ættum við 1600 milljðarða eftir. Það er einmitt rúmlega 15 sinnum sú upphæð sem Ríkið ætlar að verja í samgöngumál á árunum 2007-2010.
Ég held að umræðan um jarðgöng sé á villigötum...
Andri Guðmundsson, 25.7.2007 kl. 13:38
Sammála síðasta ræðumanni. Jarðganga- (og stóriðju)umræðan er sannarlega á villigötum.
Dæmi 1) Hey, þarna er fjall/eyja - gerum jarðgöng.
Dæmi 2) Hey, þarna rennur vatn - setjum upp virkjun.
Enn eitt dæmi um heimskulegar hugmyndir gæti verið þetta með að hækka upp og malbika Kjalveg. Þetta er matreitt fyrir almúgann sem hentug leið til landflutninga og gæti stytt leiðina til Akureyrar um einhverja kílómetra. Hvers vegna er ekki í lagi að til Akureyrar séu 400km (ekki leiðrétta mig) og að til að komast til Vestmannaeyja noti menn skip eða flugvélar?
Ef það þarf að stytta allar leiðir og minnka tímann, hvers vegna flytjum við ekki bara alla til Reykjavíkur og hættum að reyna að breyta öllum stöðum í úthverfi Reykjavíkur?
Halldór Kvaran, 25.7.2007 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.