Alveg að missa sig - eða hvað!

Að sjálfsögðu eiga menn að fá afraksturinn að eigin hugverkum (tónlist, ritsmíðar o.s.frv.) svo lengi sem þeir lifa. Það væri alveg hrikalega leiðinlegt að sjá Cliff Richards úti á galeiðunni í betlarafötum af því að hann fær ekki lengur greiðslur af því sem hann gerði þegar hann var 17 ára. Cliff gamli setti saman lag í den og hefur lifað á því ágætu lífi síðan og núna þegar hann er orðinn gamalmenni er allt búið og ekkert nema eymdin eftir.

Lausnin hlýtur því að vera að halda núverandi 50 ára reglu og skilaboðin eru skýr: Það er ekki nóg að duglegur og klár þegar þú ert 17 ára og vera "one hit wonder". Þú verður að gera eitthvað af viti næstu 50 ár því annars lendir þú í slæmum málum eins og Cliff.

Eða hvað????


mbl.is Missa höfundarréttinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur

Nonni (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:34

2 identicon

fyrst ég ér ekki sjálfur með blogg langar mig gjarnan að commenta á þessa frétt í gegnum þetta blogg hér...

í fyrsta lagi þá er grein mbl algjört rugl frá upphafi til enda, greinilegt að fréttamaður veit ekkert í sinn haus um höfundarréttarmál og hefur ekki skilið greinina sem hann þýddi þetta uppúr.

Höfundarréttur af tónverki/lagi helst alveg til 70 árum eftir dauða tónskálds/lagahöfundar!  Sem þýðir að sean lennon fær stefgjöld af lögum john Lennon  til ársins 2050. 

þetta er klausa úr upprunalegri grein sem ætti að útskýra hvað fréttin átti að vera um: "The sound recording is as important a copyright as musical composition and film, and deserves a similar lifespan."

það sem er verið að tala um er höfundarétt á upptökum ekki tónlistinni sjálfri.

þannig ef þú ferð á tónleika núna og tekur þá upp þá átt þú réttinn á upptökunum í 50 ár.

þýðir líka að árið 2012 getur þú og ég gefið út bítlalagið Love Me Do með upprunalegum upptökum bítlanna en macartney fær áfram höfundarréttargjöldin (stefgjöld) í hugsanlega 100 ár í viðbót.

einn punktur í viðbót sem hefði verið fínn í moggagreinina er ástæðan fyrir þessu. höfundarréttarlög eru nánast öll sniðin að tónskáldum og klassískum hefðum og í þeim heimi eru upptökurnar yfirleitt ekki svo mikilvægar, tónverk eftir stravinsky hljómar svipað með sinfoníuhljómsveit íslands og sinfoníunni í Hong kong. hinsvegar í poppheiminum skiptir höfuðumáli ef bítlalag er flutt af bítlunum sjálfum eða einvherjum öðrum.  Þannig að upptökurnar ættu að fá sama vægi og höfundarrétturinn af tónlistinni sjálfri. Og ég er bara alveg sammála  því :)

---

sorry halldór fyrir þetta blaður á blogginu þínu, kemur ekki fyrir aftur ;)

---

cccc (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Halldór Kvaran

Vertu bara velkomin(n) og bloggaðu bara eins og þú vilt.

Þetta virðist vera nokkuð algengt að mbl.is þýði eitthvað og birti án þess að skoða eða kynna sér nánar.  Þetta er kannski eitthvað einskynsnýtt uppfyllingarefni sem skiptir engu máli en standardinn verður þó að vera einhver.

Stef og stefgjöld á Íslandi: Úfffffff - ég held að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera og hvað þeir eiga að vera að gera þessir snillingar sem þar eru. Ég hef verið viðriðinn nokkra tónleika hérna á klakanum (bæði með innlendum og erlendum tónlistarmönnum ) og flest í sambandi við þessi stefgjöld er tómt bull og það virðist vera þarna í gangi einhver hentistefna og flest öll þessi stef mál í tómu tjóni. Örugglega ágætis fólk sem þarna vinnur en framkvæmdin er grautur. Ég er í fínu skapi núna og veðrið er stórfínt þannig að ég nenni ekki að útlista stef bullið og mína reynslu nánar hér og nú en það getur vel verið að ég setji eitthvað frá mér bráðlega ef sá verður gállinn á mér.

Halldór Kvaran, 19.7.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband