Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2008 | 16:40
Nýjasta tækni og vísindi
Í gær var Vetrarbrautin 6 þúsund ljósár á þykkt og í dag er hún orðin 12 þúsund. Á morgun gætu þeir svo komist að annarri niðurstöðu.
Þetta er að sjálfsögðu mjög mikilvægt og menn eiga að fá ríflega borgað fyrir að komast að þessari niðurstöðu. Sá sem fann það út að Vetrarbrautin væri 6000 ljósár á þykkt hafði sem sagt laglega rangt fyrir sér og hafði líklega ekki hugmynd um hvernig hann gæti fundið út þykktina. Nú situr hann væntanlega heima hjá sér og húðskammast sín fyrir vitleysuna sem hann setti frá sér.
Á morgun fáum við svo kannski nýjar fréttir af þykktinni og þá hlæja allir af kjánanum Gaensler sem nálgaðist upplýsingarnar á netinu þar sem þær eru aðgengilegar öllum. Hann og hópurinn hans reiknaði sama dæmið nokkrum sinnum og fengu alltaf sömu útkomu og gátu því slegið þessu föstu. Vetrarbrautin er ekki bara stór heldur risastór.
Mögnuð frétt.
Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 16:43
Vanaafbrotamaður!!!!
Vanaafbrotamaður!!!
Hvernig getur maður orðið vanaafbrotamaður? Er þetta næsta við það að verða atvinnuafbrotamaður?
Er þetta maður sem er vanur afbrotamaður? Býður kerfið uppá það menn geti brotið af sér þangað til þeir eru orðnir vanir eða komir í gott afbrotaform?
Er þetta maður sem leggur afbrot í vana sinn? Hobbýafbrotamaður?
Brýtur hann af sér af gömlum vana? Er þetta maður sem uggir ekki af sér og veit ekki fyrr en hann er búinn að brjóta af sér einu sinni enn og það af gömlum vana?
10 mánaða fangelsi fyrir fjölda afbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.2.2008 | 08:11
Snillingar
Það liggur náttúrulega ljóst fyrir að að allir sem að þessu máli koma eru snillingar - hver á sínu sviði.
Reknimeistararnir hafa væntanlega náð sér í reiknikunnáttu í bréfaskóla og væntanlega lagt dæmið saman á klósettpappírsblaði.
Þeir sem bjuggu til útboðsgögnin hafa væntanlega ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að gera í vinnunni og séð fyrir sér að þarna færi skip þar sem einungis þyrfti að mála yfir ryðið.
Stundum verður maður alveg gáttaður á því hvað menn geta verið miklir apakettir.
Kostnaður vegna útboða Sæfara hækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2007 | 20:19
Skrípamyndirnar af Muhammed vs 3ju kynslóðar Jesú!
Menn eystra rifu í hár sitt og skegg þegar Danir birtu skrípamyndir af Spámanninum. Þetta var nú óþarfa uppþot fannst okkur og algjörlega óþarft að vera sárir yfir saklausum skrípómyndum.
Íslendingar rífa nú í hár sitt og skegg þegar "gantast" er með guðdóminn okkar. Algjörlega óviðeigandi segja þeir margir og kalla þetta ýmsum nöfnum.
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 13:21
Endurlífgun
Ætti ekki að vera lítið mál að endurlífga kvikyndið? Erfðaefnið hlýtur að vera til og því ætti að vera hægt að klóna eða beita öðrum ráðstöfunum til að tryggja að skepnan lifi.
Hvar eru þessi umhverfisverndarsamtök núna sem þykjast vera að bjarga allt og öllu? Samtök sem hafa verið að væla yfir því að Íslendingar veiði nokkra hvali sem finnast þó í þúsundatali.
Í fréttinni kemur fram að síðasta talning hafi verið árið 1997!!! Þetta er þá ekki svo mikilvægt mál að það taki því að fylgjast með síðustu dýrunum og gera einhverjar ráðstafanir.
Ferskvatnshöfrungur líklega útdauður eftir 20 milljónir ára á jörðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 12:30
Listasnobb!
Oft hefur mér fundist listasnobbið vera á ystu mörkum og þetta heimskulega mál bendir til hins sama. Mönnum þótti verkið svakalega fínt og það var hátt verðlagt þar til.....
Nú þegar í ljós er komið að það er málað af öðrum þá er það ekki fínt lengur og kostar ekki neitt. Verða ekki allir nú að breyta fyrri skoðunum og yfirlýsingum um ágæti verksins? Áður var þetta tær snilld en nú er þetta einskinsnýtt drasl. Er þessi málari betri eða verri en Van Gogh?
Atriði:
Hvernig finnst þér þessi mynd?
Mér finnst hún allt í lagi, ekkert spes.
Van Gogh málaði hana.
Nú er það? Ég sé það núna að hún er frábær, algjört meistaraverk. Sérðu hversu fallegar pensilstrokurnar eru. Ég er alveg orðlaus.
Atriði:
Hvernig finnst þér þessi mynd eftir Van Gogh?
Hún er frábær, algjört meistaraverk. Sérðu hversu fallegar pensilstrokurnar eru. Ég er alveg orðlaus.
Heyrðu, ég sé það hérna að hún er víst ekki eftir Van Gogh heldur Jóa Jóns.
Núú, þetta er nú ekkert spes mynd, bara svona allt í lagi pár.
Er þetta ekki svolítið eins og í sögunni um nýju fötin keisarans? Þurfa listamenn að vera orðnir nafn til að listin sé metin sé metin eftir verkinu en ekki nafni viðkomandi?
Málverk reyndist ekki vera eftir Van Gogh | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 13:02
Tvíræð fyrirsögn.
Faldi sig fyrir lögreglu í runna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 10:18
Þetta er alvörumál!
Sápan heldur áfram og það freyðir virkilega fínt hjá Britney þessa dagana.
Henti hún í hann brennivínspela eða var þetta matur barnsins? Ef þetta hefur verið matur barnsins þá væntanlega er hún í slæmum málum og verður dregin fyrir dómara og kærð fyrir að svelta barnið sitt. Ef þetta var brennivínspeli þá er hún líka í slæmum málum.
Ljósmyndari segir Britney hafa hent í sig pela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 16:43
Það glampar á þessa snillinga!
Þetta eru snilldarfréttir af þeim kumpánum Bush & Brown sem hafa aldeilis náð góðum fundi þarna og náð sameiginlegum skilningi á veigamestu málum.
Ég er búinn að sjá fyrir mér hvernig svona viðræður ganga fyrir sig:
Brown (ýtir á enni sér og kiprar augun): Hryðjuverk eru glæpur en ekki málstaður!
Bush (lítur snöggt upp): Mér fannst hryðjuverk alltaf vera hryðjuverk en ég sé það núna að þau eru ekkert annað en glæpur.
Brown (kinkar kolli): Já, helvítis glæpamenn þessir hryðjuverkamenn.
Bush: Þú skilur þá að við verðum að ná árangri í Írak? Mistök í Írak hefðu í för með sér hræðilegar afleiðingar fyrir Bandaríkin, og forsætisráðherrann skilur það,
Brown (hrukkar ennið og lítur mjög greindarlega út): Skil það algjörlega. Það má aldrei gerast að þið gerið mistök í Írak.
Þetta er þá allt undir control - staðfest, vottað og komið í heimspressuna.
Bush og Brown heita því að starfa saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 15:38
Góð niðurstaða
Nú getum við andar léttar þar sem niðurstaða er fengin og það góð niðurstaða - engin jarðgöng til Vestmannaeyja. Að sjálfsögðu eiga Vestmannaeyingar rétt á að samgöngur séu í góðu lagi og ég held að það finnist betri lausnir ef Árni Johnsen komi þar ekki nærri.
Það var aumkunarvert að lesa grein Árna Johnsen í Mogganum í morgun þar sem hann var að reyna að kasta rýrð á niðurstöðurnar með því að segja að þeir sem unnu skýrsluna séu og hafi um árabil verið aðhlátursefni sökum kunnáttuleysis og ófaglegra vinnubragða (áskil mér rétt til að muna þessa tilvitnun rangt). Þetta eru léleg rök. Sá hlær best sem síðast hlær.
Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)